28 Feb 2013, 2:01pm

by

Comments Off on Hjólastærðir

Hjólastærðir

Stærðir á reiðhjólum

Eftirfarandi stærðir er gott að hafa í huga þegar farið er af stað í leit að hjóli. Miðað er við stærð á fjallahjóli en á götuhjóli er rétt að miða við örlítið stærra  hjól. Fyrri talan er tommumál, innan sviga í sentimetrum, og táknar stellstærðina en seinni tölurnar eru hæð fólks í sentimetrum.

Fullorðinshjól

  • 13″   (33,0 sm.)  135-150 sm

  • 16″  (40,6 sm.)   148-162 sm

  • 18″  (45,7 sm.)   160-172 sm

  • 19.5″  (49,5 sm.) 170-184 sm

  • 21″   (53,3 sm.)  182-190 sm

  • 22.5″   (57,2 sm.)  188-195 sm

  • 24″   (61,0 sm.)   194-  ?     s m

Barnahjól.

Aðeins er um viðmiðanir að ræða, börn eru það misstór að það geta verið talsverð frávik.

12”   2-5  ára

16”   3-6  ára

20”   5-8  ára

24”   8-12  ára